Um okkur

Um
fyrirtækið

Kjarni Lögmannsstofa var stofnuð af Árna Frey Árnasyni hdl. og Elínu Árnadóttur hdl. vorið 2016. Bæði hafa þau mikla og fjölbreytta reynslu af lögmennsku og hafa aðstoðað bæði innlenda og erlenda aðila; fólk, fyrirtæki og stofnanir, á margvíslegum réttarsviðum.

Frá stofnun hafa lögmenn stofunnar unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir margvíslega viðskiptavini með góðum árangri. Bæði er um að ræða flókna samningagerð, lausn ágreiningsmála, áreiðanleikakannanir og almenna lögfræðiráðgjöf.

Lögmenn stofunnar eru bjartsýnir á horfur í íslensku efnahagslífi og hyggja á frekari vöxt. Vanti þig aðstoð erum við boðin og búin að aðstoða þig við að ná þeim markmiðum sem stefnt er að.
Við tökum vel á móti þér.

Hafa samband
Elín Árnadóttir
Elín ÁrnadóttirEigandi og stofnandielin@kls.is - Sími: 841 2118
Elín Árnadóttir hdl. MBA hefur áralanga reynslu á sviði skattamála auk almennrar lögmannaþjónustu og ráðgjafar. Hefur Elín starfað í alþjóðlegu teymi sérfræðinga fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki og stofnanir. Elín veitir einnig einstaklingum margvíslega þjónustu s.s. á sviði fjölskylduréttar, skaðabótaréttar og mannréttinda.

STARFSFERILL

Kjarni Lögmannsstofa slf., Reykjavík, vor 2016. Eigandi og stofnandi stofunnar ásamt Árna Frey Árnasyni, hdl.
Háskólinn í Reykjavík, Reykjavík, 2012-2015. Aðjúnkt í skattskilum og alþjóðlegum skattarétti.
Fjármálaráðuneytið, Reykjavík, 2012-2014. Sérfræðingur á skrifstofu skattamála. Formaður nefndar um milliverðlagningu.
PwC, Reykjavík, 1999-2012. Sérfræðingur, sviðsstjóri og meðeigandi á skattasviði PwC á Íslandi. Stofnaði PwC legal á Íslandi. Starfaði við ýmsa skattaráðgjöf bæði á sviði beinna og óbeinna skatta, stofnun og slit félaga, kaup, sölu, sameiningar og skiptingar.
Lögmannsstofa, Reykjavík, 1996-1999. Rak lögmannsstofu í Reykjavík og starfaði þar við öll almenn lögmannsstörf, m.a. barnaverndarmál, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjárdeilur og samningagerð.
Skattstofa Vestfjarðaumdæmis, Ísafirði, 1993-1996. Var skipuð skattstjóri. Sem skattstjóri sá Elín um rekstur stofunnar og bar faglega ábyrgð á starfinu sem m.a. fólst í yfirferð framtala, framkvæmd staðgreiðslu, virðisaukaskatts og álagningu skatta.
Ríkisskattstjóri, Reykjavík, 1989-1993. Lögfræðingur á virðisaukaskattssviði og tekjuskattssviði.

MENNTUN
Endurmenntun Háskóla Íslands, Diplóma í jákvæðri sálfræði, júní 2020.
Ferðamálaskóli Íslands, leiðsögumaður, vor 2016.
Háskólinn í Reykjavík, MBA, júní 2002.
Háskóli Íslands, Rekstrar- og viðskiptanám 1992.
Héraðsdómslögmaður, 1995.
Háskóli Íslands, Embættispróf í lögfræði 1989.
Stuttgarter Universität, sálfræði 1983.
Tungumál Íslenska, þýska, enska, danska (Norðurlandamál).
Árni Freyr Árnason
Árni Freyr Árnasonhdl. ll.m.Sími: 773 7583
Árni Freyr hefur umfangsmikla reynslu af lögmennsku og ráðgjafastörfum. Á ferli sínum hefur hann veitt innlendum og erlendum viðskiptavinum þjónustu. Þau svið sem Árni Freyr starfar á eru fyrst og fremst lausn ágreiningsmála og málflutningur, samningagerð, gjaldþrotaskiptaréttur og fjárhagsleg endurskipulagning, verktaka- og útboðsréttur og mannréttindi.

Fyrirtækið

Við höfum fjölbreytta reynslu
af lögmennsku og höfum aðstoðað
bæði innlenda og erlenda aðila;
fólk, fyrirtæki og stofnanir,
á margvíslegum réttarsviðum.

Þjónusta

Frá stofnun hafa lögmenn
stofunnar unnið að fjölmörgum
verkefnum fyrir margvíslega
viðskiptavini með góðum árangri.

Hafa samband
Kjarni Lögmannsstofa slf.
Kt. 520116-0600
Sími: 841 2118
Netfang: elin@kls.is

Staðsetning

Bjarkarholt 12, 270 Mosfellsbær
Aðalgata 23, 430 Suðureyri